Fréttir

Space and Poetry - Ljóðaþing

Dagana 4. til 7. október verður haldið ljóðaþing í Norræna húsinu í tilefni stofnunar Menningarsjóðsins Kína-Ísland.

Á þinginu koma fram sex ljóðskáld frá Kína, tvö frá Japan auk fulltrúa frá hverju Norðurlandanna.  Fjögur íslensk skáld taka þátt að þessu sinni og eru þau Sigurbjörg Þrastardóttir, Sigurður Pálsson, Ingibjörg Haraldsdóttir og Vilborg Dagbjartsdóttir. Allir þátttakendur eru velþekktir bæði í sínum heimalöndum og á alþjóðavísu, auk þess hafa flest ljóðskáldin hlotið viðurkenningar fyrir störf sín.

Dagskrá ljóðþingsins stendur yfir í þrjá daga og býður upp á úrval viðburða, svo sem hádegisfyrirlestra, ljóðakvöld og málþing.

Fyrr á þessu ári var stofnaður í Kína menningarsjóður að frumkvæði kínverska kaupsýslumannsins og ljóðskáldsins Huang Nubo. Sjóðnum er ætlað að starfa í tíu ár og hefur verið tryggt fjármagn til starfseminnar að upphæð ein milljón bandaríkjadala. Markmið sjóðsins er að stuðla að menningarlegri samvinnu milli Kína og Íslands með sérstakri áherslu á bókmenntir, einkum ljóðlist. Í víðara samhengi tekur þessi samvinna einnig til Austur-Asíu og Norðurlandanna.

Fyrsta formlega verkefni sjóðsins er ljóðaþingið í Norræna húsinu. Í tengslum við þingið verður gefið út rit í Kína með ljóðum þátttakenda og þýðingum á þeim. Ritið verður fáanlegt á ljóðaþinginu.

DAGSKRÁ:

Mánudagur 4. október:

16:30 Opnun ljóðaþingsins
Utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, setur hátíðina ásamt kínverska ljóðskáldinu og athafnamanninum Huang Nubo

20:00 Ljóðakvöld
Fram koma: Vilborg Dagbjartsdóttir (Ísland), Naja Marie Aidt (Danmörk), Ann Jäderlund (Svíþjóð), Luo Ying (Kína), Tian Yuan (Kína), Takahashi Mutsuo (Japan)

Þriðjudagur 5. október:

2:-13:30 Málþing: Space and Poetry, ljóðarými
Fram koma: Vilborg Dagbjartsdóttir (Ísland), Naja Marie Aidt (Danmörk), Markku Paasonen (Finnland), Inger Elisabeth Hansen (Noregur), Luo Ying (Kína) og Lu Ye (Kína).

16:00 Stefnumót myndlistar og ljóðlistar
Víxlverkun ólíkra listforma er myndverk verður til í rauntíma. Meðal þátttakenda eru myndlistarmaðurinn Bjarni Sigurbjörnsson og ljóðskáld frá ólíkum heimshornum

20:00 Ljóðakvöld
Fram koma: Sigurður Pálsson (Ísland), Ingibjörg Haraldsdóttir (Ísland), Inger Elisabeth Hansen (Noregur), Xie Mian (Kína), Zang Di (Kína) og Hachikai Mimi (Japan)

Fimmtudagur 7. október

12:00- 13:30 Málþing: Hearing Distance (communication between cultures far apart)
Fram koma: Yu Jian (Kína), Hachikai Mimi (Japan), Ingibjörg Haraldsdóttir (Ísland), Xie Mian (Kína), Sigurður Pálsson (Ísland), Carl Jóhan Jensen (Færeyjar) og Zang Di (Kína)

20:00 Ljóðakvöld
Fram koma: Sigurbjörg Þrastardóttir (Ísland), Carl Jóhan Jensen (Færeyjar), Markku Paasonen (Finnland), Yu Jian (Kína), Lu Ye (Kína)


Huang Nubo og fyrirtæki hans Zhongkun Group í Kína er fjárhagslegur bakhjarl sjóðsins og er Huang Nubo sjálfur formaður stjórnar sjóðsins í Kína.  Aðrir stjórnarmenn eru Kristín A. Árnadóttir sendiherra Íslands í Kína og Xie Mian, prófessor, forstöðumaður Ljóðaseturs Pekingháskóla. Tengsl Huang Nubo við Ísland eru tilkomin vegna persónulegra kynna hans og Hjörleifs Sveinbjörnssonar kínverskuþýðanda. Á áttunda áratugnum voru þeir herbergisfélagar í Pekingháskóla þar sem báðir stunduðu nám.

Sjóðnum hefur verið sett verkefnisstjórn á Íslandi. Í henni eiga sæti Hjörleifur Sveinbjörnsson kínverskuþýðandi, formaður stjórnar, Max Dager, forstjóri Norræna hússins í Reykjavík, dr. Geir Sigurðsson forstöðumaður Konfúsíusarstofnunar á Íslandi, Auður Edda Jökulsdóttur, menningarfulltrúi utanríkisráðuneytisins og Þorgerður Agla Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Bókmenntasjóðs.Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál