Fréttir

Útgáfuteiti

Gerður KristnýFimmtudaginn 14. október kemur út ný ljóðabók eftir Gerði Kristnýju. Bókin heitir Blóðhófnir en það er nafnið á hesti Freys, sem skósveinn hans Skírnir reið á til Jötunheima að sækja Gerði Gymisdóttur fyrir húsbónda sinn.

Í tilefni útgáfunnar verður efnt til fagnaðar í bókaversluninni Eymundsson á Skólavörðustíg á útgáfudaginn, fimmtudaginn 14. október kl. 18. Boðið verður upp á léttar veitingar og eru allir velkomnir.

Blóðhófnir er fjórða ljóðabók Gerðar Kristnýjar, þær fyrri eru Ísfrétt (1994), Launkofi (2000) og Höggstaður (2007), sem tilnefnd var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Gerður hlaut Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar nú í ár. Auk ljóða hefur hún sent frá sér barnabækur, skáld- og smásögur fyrir fullorðna, leikrit og fleira.

Sjá nánar um verk Gerðar á síðum hennar hér á vefnum.

Ljóð úr Blóðhófni:

Ástin komin
með alvæpni

Drengurinn dró fram
sverð hert í hatri

skeftið skorið úr

grimmd


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál