Fréttir

Málþing um Dante

Dante AlighieriÍ tilefni af útgáfu á nýrri þýðingu Erlings E. Halldórssonar á Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante gangast Ítalska sendiráðið í Osló og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fyrir málþingi um höfundinn laugardaginn 23. október. Þingið fer fram í Þjóðmenningarhúsinu og hefst það kl. 13.

Erindi flytja Hjalti Snær Ægisson sem fjalla mun um viðtökusögu Dantes hérlendis, Claudio di Felice mun fjalla um möguleika þess að leiðslukvæðið sé vitnisburður um raunverulegt ferðalag til Íslands, leikkonan Halla Margrét Jóhannesdóttir segir frá vinnunni að baki leiksýningunni Dauðasyndunum 7 sem byggð var á Gleðileiknum og Claudio Giunta mun fjalla um skýringar og viðbætur og mikilvægi þeirra fyrir nútíma lesendur. Erlendir fyrirlesarar flytja sinn boðskap á ensku en málþingsstjóri er Stefano Rosatti.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál