Fréttir

Sýning á myndum Sigrúnar Eldjárn

Sigrún EldjárnSýning á myndum Sigrúnar Eldjárn verður opnuð í anddyri Þjóðminjasafns Íslands um næstu helgi. Þar munu prýða veggi verk úr tveimur nýjum bókum – Forngripasafninu sem út kom í liðinni viku og bókinni Árstíðir sem kemur út í þessari viku. Staðurinn og tíminn er afar viðeigandi því Þjóðminjasafnið hefur ótvíræða tengingu við innihald fyrri bókarinnar, sem gerist á afar skemmtilegu safni, og á uppákoman á sér stað fyrsta vetrardag sem vísar einmitt til Árstíðabókarinnar sem Sigrún er höfundur að ásamt Þórarni bróður sínum.

Sýningin verður opnuð laugardaginn 23. október, kl. 15. Sigrún og Þórarinn munu lesa upp úr bókunum og árita fyrir áhugasama. Einnig verður boðið upp á léttar veitingar.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál