Fréttir

Síðustu skáldsögur Halldórs Laxness

Andlitsdrættir samtíðarinnarAnnað rannsóknarkvöld Félags íslenskra fræða á þessu haustmisseri verður haldið fimmtudaginn 21. október, kl. 20 í húsi Sögufélagsins, Fischersundi 3.

Þar flytur Haukur Ingvarsson, íslenskufræðingur og höfundur bókarinnar Andlitsdrættir samtíðarinnar: Síðustu skáldsögur Halldórs Laxness, samnefndan fyrirlestur. Höfundur lýsir erindi sínu á þessa leið:

„Árið 1968, þegar Kristnihald undir Jökli kemur út, er Halldór Laxness sextíuogsex ára. Á áratugnum sem fer í hönd er hann ákaflega afkastamikill. Hann sendir frá sér tvær skáldsögur til viðbótar með tveggja ára millibili, Innansveitarkroniku (1970) og Guðsgjafaþulu (1972). Í kjölfarið koma fjórar minningabækur hver af annarri. Þessi skyndilegi kippur í frásagnaskáldskap vekur nokkra furðu, einkum í ljósi þess að Halldór hafði verið ómyrkur í máli um framtíð skáldsögunnar allt frá miðjum sjötta áratugnum og ekki var útlit fyrir að hann léti af leikritasmíð þegar komið var fram á þann sjöunda. Í erindinu verður fjallað um rannsóknir á þremur síðustu skáldsögum Halldórs Laxness og velt upp spurningum sem varða samtímaviðtökur þeirra og stöðu í bókmenntaumræðu á seinustu árum. Mun minna hefur verið fjallað um Guðsgjafaþula og Innansveitarkronika en Kristnihald undir Jökli og verður leitast við að skýra hvers vegna svo sé.“

Haukur Ingvarsson er með M.A.-próf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands og er höfundur bókarinnar Andlitsdrættir samtíðarinnar: Síðustu skáldsögur Halldórs Laxness sem Hið íslenzka bókmenntafélag gaf út í ritstjórn Þorleifs Haukssonar.

Allir eru velkomnir.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál