Fréttir

Upplestrarkvöld

Fimmtudagskvöldið 4. nóvember lesa höfundar úr nýjum bókum frá Uppheimum á Súfistanum í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg.

Lesið verður úr Spegli þjóðar eftir Njörð P. Njarðvík, þar sem höfundur setur fram persónulegar hugleiðingar um íslenskt samfélag, smásagnasafninu Geislaþræðir eftir Sigríði Pétursdóttur, Degi kvennanna eftir Þórunni Valdimarsdóttur og Megas, sem lýst er sem gróteskum karnivalbókmenntum, glæpasögunni Önnur líf eftir Ævar Örn Jósepsson og smásagnasafni Njarðar P. Njarðvík, Hver ert þú?

Dagskráin hefst klukkan 20 og eru allir velkomnir.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál