Fréttir

Útlagar

Miðvikudaginn 3. nóvember verður útkomu nýrrar skáldsögu Sigurjóns Magnússonar fagnað í bókaversluninni Eymundsson á Skólavörðustíg. Gleðin hefst klukkan 17 og eru allir velkomnir. Höfundur mun lesa úr bókinni og boðið verður upp á léttar veitingar.

Sagan heitir Útlagar og þetta segir útgefandinn, Bjartur, um hana:

Um miðjan sjötta áratuginn halda íslenskir sósíalistar til náms í Austur-Þýskalandi. Þar eystra bíður þeirra annar veruleiki en marga dreymir um. Einn þeirra dregst gegn vilja sínum inn í pólitískar væringar og verður ástfanginn af konu sem lífið hefur leikið grátt.

Þetta er dramatísk skáldsaga um leit ungs fólks að ást og sjálfstæði, en dimmir skuggar hryllilegrar styrjaldar í Evrópu og hatrammra átaka á Íslandi leggjast yfir þá vegferð.

Sigurjón Magnússon er fæddur í Reykjavík árið 1955. Hann hefur áður sent frá sér skáldsögurnar Góða nótt, Silja (1997), Hér hlustar aldrei neinn (2000), Borgir og eyðimerkur – skáldsaga um Kristmann Guðmundsson (2003) og Gaddavír (2006).

Sjá nánar um Sigurjón á síðum hans hér á vefnum.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál