Fréttir

Upplestur og erindi um norræna krimma

Í tilefni Norrænu bókasafnavikunnar efna Bókasafn Álftaness og Norræna félagið til bókmenntadagskrár mánudaginn 8. nóvember.

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur les fyrir gesti og Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingu flytur erindi um norrænar glæpasögur. Boðið verður upp á veitingar.

Við sama tækifæri verður Norrænn bókakassi settur upp í safninu en með því er ætlunin að koma á fót litlu safni bóka á norrænum tungumálum fyrir alla aldurshópa. Þetta safn verður óháð lánakerfi bókasafnsins og er fólk sem á norrænar bækur heima sem það vill leyfa öðrum að njóta beðið um að taka þær með sér og setja í kassann.

Bókasafn Álftaness er í Álftanesskóla við Breiðumýri.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál