Fréttir

Múmínkaffi IBBY

Halastjarnan eftir Tove Jansson hefur verið endurútgefin á íslensku. IBBY á Íslandi fagnar þessum tíðindum og blæs þeirra vegna til umræðukvölds á Súfistanum í Reykjavík þar sem valinkunnir múmínaðdáendur fjalla um þessar geðþekku skepnur.

Dagskrá:

Erna Erlingsdóttir: Seint í nóvember. Síðasta múmínbókin, fjarvera og ferðalög

Stefán Pálsson: Múmínsnáðinn, Kattholtsstrákurinn, Erlendur lögregluforingi og Sir Edmund Halley

Dagný Kristjánsdóttir: Múmínálfarnir og hamskiptin

Sérstakur gestur frá múmínvinunum í borgarstjórn Reykjavíkur verður Óttarr Ólafur Proppé.

Dagskráin fer fram í Súfistanum í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg og stendur hún frá kl. 20 - 22.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál