Fréttir

Völuspá í Gerðubergi

ÖrlaganornirnarMöguleikhúsið sýnir verðlaunasýninguna Völuspá eftir Þórarin Eldjárn í menningarmiðstöðinni Gerðubergi miðvikudaginn 10. nóvember kl. 20:00.

Völuspá var frumsýnd í Möguleikhúsinu á Listahátíð í Reykjavík vorið 2000 en er nú tekin til sýninga á ný eftir nokkurra ára hlé. Sýningin var tilnefnd til menningarverðlauna DV fyrir árið 2000 og hlaut Grímuna - íslensku leiklistarverðlaunin 2003. Aðeins verður þessi eina sýning í Gerðubergi að þessu sinni og því einstakt tækifæri til að sjá þessa rómuðu sýningu.

Verkið byggir á hinni fornu Völuspá og veitir áhorfendum sýn inn í hugmyndaheim heiðinnar goðafræði. Þar segir m.a. frá fróðleiksfýsn Óðins, græðgi í skáldamjöðinn, forvitni hans um nútíð og framtíð, Fenrisúlfi, Baldri, Loka, Hugin og Munin og ótal fleiri persónum.

Þess má geta að í Gerðubergi stendur nú einnig yfir sýningin Ormurinn ógnarlangi þar sem hægt er að heimsækja Ginnungagap, skriða inn um gin Miðgarðsormsins, máta hásæti Óðins, setjast í vagn Freyju, skoða fésbókarsíður goðanna og varpa sér í fang Fenrisúlfsins (og kíkja upp í hann ef maður þorir!). Það að er því tilvalið að sökkva sér í heim goðafræðinnar með því að skoða sýninguna og fara að því loknu að sjá sýningu Möguleikhússins á Völuspá.

Leikstjóri Völuspár er Peter Holst, Guðni Franzson stýrði tónlistinni í verkinu og leikmynd og búninga hannaði Anette Werenskiold. Á sviðinu eru Pétur Eggerz sem leikur öll hlutverkin í Völuspá og tónlistarmaðurinn Birgir Bragason.

Frá því Völuspá var frumsýnd hefur sýningin gert víðreist, m.a. verið sýnd á hátíðum í Rússlandi, Svíþjóð, Kanada, Finnlandi, Færeyjum, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Frakklandi.

Miðaverð er kr. 2.000 – Miðapantanir í s. 5622669 og á moguleikhusid@moguleikhusid.is

Nánari upplýsingar um sýninguna er að finna hér.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál