Fréttir

Dagur íslenskrar tungu í Ársafni

Starfsfólk ÁrsafnsStarfsfólkið í Ársafni ætlar að halda uppá dag íslenskrar tungu, þriðjudaginn 16. nóvember, með maraþonlestri frá 11.00 -17.00. 

Lesturinn ber yfirskriftina "Með íslenska tungu á vör" og verður með svipuðu sniði og í fyrra nema nú var ákveðið að lesarar geti sjálfir valið sín uppáhalds viðfangsefni. Því er viðbúið að lesefnið verði mjög fjölbreytt. Starfsfólk safnsins hvetur alla til að koma og velja sér þær bækur sem höfða til þeirra úr hillunum og lesa uppúr þeim. Lesandinn ræður svo hvort hann les í fimm, tíu eða mínútur eða jafnvel lengur.    

Undanfarin ár hafa verið haldið uppá dag íslenskrar tungu með ýmsu móti á vegum Ársafns. Bókaverðir hafa meðal annars lesið ljóð í Bónus, Árbæjarkirkju, Orkuveitunni, ÁTVR, kaffistofu Coca-Cola og félagsmiðstöð eldri borgara Í Hraunbæ.
Í fyrra var maraþonlestur og tókst hann með miklum ágætum og lásu börn og fullorðnir eitthvað sem tengdist ást og vináttu. Það var því ákveðið að endurtaka leikinn en auka valmöguleikana á lestrarefninu.

Starfsfólk Ársafns tekur á móti gestum íklætt þjóðbúningum og býður uppá kaffi og ástarpunga eins og í fyrra. Allir eru velkomnir á safnið hvort sem þeir koma til að lesa eða hlusta og vonum við að allir skemmti sér hið besta með íslenska tungu á vör.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál