Fréttir

Dreifing á rafrænum bókum

Edda útgáfa hefur fyrst íslenskra útgáfufyrirtækja gert dreifingarsamning við Apple um dreifingu á rafrænum bókum. Nú geta eigendur iPad og iPhone keypt íslenskar bækur í rafrænu formi frá útgáfunni.

Sigurður A. Magnússon og Sigurður Páll SigurðssonFyrsta íslenska rafræna bókin sem fáanleg er á iBookstore frá Apple, er Zen og listin að viðhalda vélhjólum eftir Róbert Pirsig í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar. Bókin fjallar um karlmann sem ferðast í mánaðartíma með son sinn á vélhjóli um Bandaríkin norðanverð, frá Minneapolis til San Francisco.  Frásögn hans um ferðalagið rammar inn hugmyndir hans um lífið og hvernig best sé að lifa því. Bókin hefur hlotið fádæma góðar viðtökur, jafnt austan hafs sem vestan, enda kom hún út í níu prentunum á ensku á árunum 1974-1983, hefur verið seld í yfir fjórum milljóna eintaka og hefur verið þýdd á um 160 tungumál.

Myndin hér til hliðar er að þýðandanum, Sigurði A. Magnússyni og syni hans, Sigurði Páli Sigurðssyni.

Zen og listin að viðhalda vélhjólum kemur fyrst út í rafrænu formi en er væntanleg í verslanir í prentuðu formi í lok nóvember. Rafrænu útgáfuna fyrir iPad og iPhone er hægt að fá hjá Eddu útgáfu. Sjá nánar á vefsíðu Eddu.

Fleiri bækur eru væntanlegar í rafrænu formi frá Eddu á næstunni.Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál