Fréttir

Bókmenntadagskrár á vegum Forlagsins

BarnamenningarhátíðÞriðjudaginn 16. nóvember efnir Forlagið til upplestrarkvölds á Súfistanum, Laugavegi 18. Fram koma Sigrún Pálsdóttir sem les úr bók sinni Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar, Kristín Steinsdóttir sem kynnir skáldsögu sína Ljósu, Óskar Magnússon les úr smásagnasafni sínu Ég sé ekkert svona gleraugnalaus og Pétur Gunnarsson segir frá greinasafninu Péturspostilla. Þá mun Hjalti Rögnvaldsson leikari lesa brot úr Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante. Dagskráin hefst kl. 20.

Sunnudaginn 20. nóvember efnir Forlagið til sérlegrar barnabókahátíðar í Iðnó. Milli kl. 13-16 verður fjölbreytt dagskrá um allt hús þar sem meðal annars verður lesið upp úr nýjum barnabókum, sprellað og leikið – sungið og jafnvel dansað líka. Höfundar bókanna verða á staðnum til skrafs og ráðagerða og ýmsir góðir gestir koma í heimsókn. 

Sjá nánar á vef Forlagsins.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál