Fréttir

Guðmundur Daníelsson 100 ára

Í tilefni af aldarafmæli Guðmundar Daníelssonar, rithöfundar og heiðursfélaga efnir Rithöfundasamband Íslands til minningardagskrár í
Gunnarshúsi - Dyngjuvegi 8 fimmtudaginn 18. nóvember.

Dagskráin hefst kl. 20.00

Þeir sem fram koma:
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Arnheiður Guðmundsdóttir, dóttir skáldsins
Gyrðir Elíasson
Matthías Johannessen
Ragnheiður Tryggvadóttir

Auk þess syngur barnabarn Guðmundar, Auður Gunnarsdóttir nokkur lög við undirleik Ólafs Héðins Friðjónssonar.

Allir ery velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Guðmundur Daníelsson fæddist 4. október 1910. Hann lauk kennaraprófi 1934 og námi frá Kennaraháskólanum í Kaupmannahöfn 1948 – 1949. Þegar hann kom heim kenndi hann hér og þar um landið en frá 1973 sinnti hann eingöngu ritstörfum. Hann var formaður Félags íslenskra rithöfunda 1970 – 1972 og sat í Rithöfundaráði 1974 – 1978.

Guðmundur samdi fjölda bóka, þar á meðal skáldverk, viðtalsbækur, ljóðabækur, ferðabækur og bækur um laxveiðiár. Fyrsta bók hans, ljóðabókin Ég heilsa þér, kom út 1933 og fyrsta skáldsaga hans, Bræðurnir í Grashaga, árið 1935. Síðasta skáldverk Guðmundar var heimildaskáldsagan Óskin er hættuleg, 1989. Guðmundur Daníelsson þýddi einnig nokkrar bækur, þar á meðal ljóðabækur. Nokkrar skáldsögur hans hafa verið þýddar á önnur tungumál svo og ljóð. Guðmundur skipaði heiðurslaunaflokk Alþingis frá 1974. Hann var tvisvar tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1963 og 1965 fyrir skáldsögunar Sonur minn Sinfjötli og Húsið. Guðmundur lést 1990.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál