Fréttir

Kellíngabækur

Laugardaginn 20. nóvember frá kl. 13 - 17 verða ný verk kvenhöfunda kynnt í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Verkin eru af margvíslegum toga  – skáldsögur, ljóðabækur, ævisögur, barnabækur, fræðibækur og kvæðalög. Þetta er þriðja árið sem Gerðuberg kynnir ritverk kvenna í samstarfi við Góuhópinn og nú verða í fyrsta sinn einnig kynntar bækur eftir erlendar konur sem þýddar hafa verið á íslensku.

Um fjörutíu verk verða kynnt og hafa nemendur við Háskóla Íslands umsjón með upplestrum. Í anddyri verða bækur seldar á sérstöku tilboðsverði auk þess sem höfundar og forleggjarar kynna bækur sínar. Veitingastofan verður opin og þar geta gestir keypt sér kaffi og meðlæti. 

Í Gerðubergssafni Borgarbókasafnsins verður sýning á bókum þeirra kvenna sem hlotið hafa Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, síðustu ár.

Í fyrra mættu yfir 1000 manns á þessa líflegu bókakynningu, nutu upplestra og spjölluðu við höfundana. Allir eru velkomnir.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál