Fréttir

Hvernig verður bók til?

Mánudaginn 22. nóvember fer fram síðasti fyrirlestur ársins í röðinni „Hvernig verður bók til?“ Þá stígur Kristín Helga Gunnarsdóttir í pontu en undanfarin ár hefur hún verið einn vinsælasti og afkastamesti rithöfundur landsins. Hún hefur fengið fjölda verðlauna fyrir skrif sín, meðal annars barnabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins.

Kristín Helga hyggst fara með gesti í yfirreið um svæðið sitt og meðal annars segja frá tilurð hinna vinsælu bóka um Fíusól. Fyrirlesturinn fer fram í sal 3 í Háskólabíói og hefst kl. 12.

Fyrirlestraröðin er skipulögð af ritlist við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands í samvinnu við Bókmennta- og listfræðastofnun. Allir eru velkomnir.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál