Fréttir

Sölkukvöld

Bókaforlagið Salka býður fólki upp á upplestur, tónlist og kertaljós í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg fimmtudagskvöldið 25. nóvember kl. 20.

Ingibjörg Hjartardóttir les upp úr skáldsögu sinni Hlustarinn og Guðrún Hannesdóttir úr ljóðabók sinni Staðir.

Auður Ösp Guðmundsdóttir og Embla Vigfúsdóttir kynna barnabókina um Loðmar og Jónatan Grétarsson ljósmyndari segir frá tilurð ljósmyndabókarinnar Andlit listamanna.

Arnfríður Guðmundsdóttir og Æja – Þórey Magnúsdóttir sýna og segja frá bók sinni Út í birtuna og loks kynnir Þóra Jónsdóttir frá Laxamýri bók sína Hversdagsgæfa.

Inn á milli atriða mun Hrólfur Jónsson spila frumsamin lög af nýútkomnum hljómdiski sínum sem heitir Tímaglas.

Á meðan kynningunni stendur verða bækurnar á tilboði.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál