Fréttir

Ekki skamma mig séra Tumi

Hópur listamanna sem starfar saman undir heitinu Sagan og fólkið sýnir leik- og söngdagskrá í Þjóðmenningarhúsinu að kvöldi fullveldisdagsins 1. desember kl. 20. Að þessu sinni sýnir hópurinn dagskrá um vinina Jónas Hallgrímsson og Tómas Sæmundsson og kallar uppákomuna Ekki skamma mig séra Tumi. Farið er um víðan völl í heimildasöfnun en mikið byggt á bréfum milli þeirra félaga.

Alexandra Chernishova syngur íslensk lög við texta Jónasar en einnig aríur og sönglög víðsvegar að úr Evrópu. Heimsmenningin á heima í þessari dagskrá því Tómas Sæmundsson ferðaðist að loknu námi í Kaupmannahafnarháskóla í tvö ár um Evrópu á miðri 19. öld.
 
Listamennirnir sem flytja dagskrána eru:

Guðrún Ásmundsdóttir leikkona og sögumaður
Alexandra Chernyshova sópransöngkona
Arna Valsdóttir leikari og vídeólistamaður
Þorlákur Einarsson fer með hlutverk Tómasar Sæmundssonar
Leifur Jónsson fer með hlutverk Jónasar Hallgrímssonar
Jón Símon Gunnarsson fer með hlutverk Espolins og Jóns Helgasonar
 
Dagskráin hefst kl. 20 og verða miðar seldir við innganginn. Miðaverð er kr. 1.500. Dagskráin er um tveggja tíma löng og veitingastofan verður opin í hléi.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál