Fréttir

Sölkukvöld

Helga BragaSalka býður til upplestrar, spjalls og tónlistar. Lesið verður upp úr þýddum bókum .

Landnemarnir
Annar hluti hins heimsfræga verks Vilhelms Mobergs um fjölskylduna frá Svíþjóð sem hóf nýtt líf í Ameríku um miðja 19. öld. Hjalti Rögnvaldsson leikari les.

Allra besta gjöfin
Saga um andleg og veraldleg auðæfi. Þýðandi bókarinnar, Guðrún Bergmann, les.

Lofuð
Framhald bókarinnar vinsælu Borða, biðja, elska eftir Elizabeth Gilbert. Helga Braga leikkona er mikill aðdáandi þessara bóka og les upp úr Lofuð ásamt því að spjalla um báðar bækurnar vítt og breitt.

Eyru Busters
Skáldsaga eftir hina sænsku Mariu Ernestam. Atburðarásin kemur sífellt á óvart. Þýðandi bókarinnar, Margrét Ísdal, les.

Það sem mér ber
Hin norska Anne Holt er einn vinsælasti glæpasagnahöfundur Norðurlanda og víðar. Bækur hennar hafa verið gefnar út í 25 löndum og hafa selst meira en í 5 milljónum eintaka.

Inn á milli atriða mun Hrólfur Jónsson spila frumsamin lög af nýútkomnum hljómdiski sínum sem heitir Tímaglasið.

Á meðan kynningunni stendur verður tilboð á bókunum.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál