Fréttir

Skammdegisupplestur í Þjóðarbókhlöðu

Líkt og fyrri ár stendur starfsmannafélag Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns fyrir upplestri úr nýútkomnum bókum á aðventunni. Dagskráin verður fimmtudagskvöldið 2. desember og hefst klukkan 20.
 
Þeir höfundar sem ætla að heiðra safnið með nærveru sinni í ár eru Elías Knörr (Elías Portela), Óskar Árni Óskarsson, Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir, Bragi Ólafsson og Eiríkur Guðmundsson. Gert er ráð fyrir því að hver höfundur lesi í um það bil fimmtán mínútur.
 
Upplesturinn verður haldinn í veitingastofu Þjóðarbókhlöðunnar á 2. hæð og er öllum opinn. Boðið verður upp á piparkökur og heitt súkkulaði með rjóma meðan birgðir endast.

Fyrir þá sem hafa verið að velta fyrir sér hver standi að baki dulnefninu Elías Knörr, er það Elías Portela, skáld og þýðandi frá Galisíu. Ljóðabók hans, Sjóarinn með morgunhestana undir kjólnum, er fyrsta verk hans á íslensku, en hann hefur sent frá sér tvær aðrar ljóðabækur, Imaxes na pel (Myndir á skinni) 2008 og Cos peitos desenchufados (Með brjóstin ótengd) 2010. Þá hefur hann þýtt Engla alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson og Skugga-Baldur Sjóns yfir á galisísku.

Sjá nánar um Elías á vef Stellu.

Umfjöllun um Sjóarann með morgunhestana undir kjólnum hér á vefnum.

Umfjöllun um Sýrópsmána Eiríks Guðmundssonar hér á vefnum.

Umfjöllun um Mörg eru ljónsins eyru eftir Þórunni Erlu- Valdimarsdóttur.

Umfjöllun um Þrjár hendur eftir Óskar Árna Óskarsson.

Síður Braga Ólafssonar hér á vefnum.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál