Fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmennta- verðlaunanna og Íslensku þýðingaverðlaunanna

Íslensku bókmenntaverðlauninNú fyrir stundu var tilkynnt um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands. Jafnframt voru tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna kynntar.

Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna eru tilnefnd fimm verk í tveimur flokkum frumsaminna skáldverka annars vegar og fræðirita og rita almenns efnis hins vegar.

Á síðasta ári var í fyrsta sinn tilkynnt um tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunna samhliða tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Sami háttur verður hafður á í ár. Bandalag þýðenda og túlka stendur fyrir Íslensku þýðingaverðlaununum og veitir Forseti Íslands þau á degi bókarinnar 23. apríl ár hvert á Gljúfrasteini. Bakhjarlar verðlaunanna eru Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda.

Íslensku þýðingaverðlaunin

Atli Magnússon fyrir Silas Marner eftir George Eliot. Bókafélagið Ugla.
Erlingur E. Halldórsson fyrir Gleðileikinn guðdómlega eftir Dante Alighieri. Mál og menning.
Njörður P. Njarðvík fyrir Vetrarbraut eftir Kjell Espmark. Uppheimar.
Óskar Árni Óskarsson fyrir Kaffihús tregans eftir Carson McCullers. Bjartur.
Þórarinn Eldjárn fyrir Lé konung eftir William Shakespeare. Mál og menning.

Dómnefnd skipa:
Kristján Árnason
Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir
Steinunn Inga Óttarsdóttir

Íslensku bókmenntaverðlaunin

Flokkur skáldverka:

Bragi Ólafsson: Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson. Mál og menning.
Bergsveinn Birgisson: Svar við bréfi Helgu. Bjartur.
Gerður Kristný: Blóðhófnir. Mál og menning.
Sigurður Guðmundsson: Dýrin í Saigon. Mál og menning.
Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir: Mörg eru ljónsins eyru. JPV útgáfa.

Dómnefnd skipa:
Ingunn Ásdísardóttir, formaður
Árni Matthíasson
Viðar Eggertsson

Flokkur fræðiverka og rita almenns efnis

Einar Falur Ingólfsson: Sögustaðir – í fótspor W.G. Collingwoods. Crymogea og Þjóðminjasafn Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson: Gunnar Thoroddsen – Ævisaga. JPV útgáfa.
Helgi Hallgrímsson: Sveppabókin – Íslenskir sveppir og sveppafræði. Skrudda.
Margrét Guðmundsdóttir: Saga hjúkrunar á Íslandi á 20. öld. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Sigrún Pálsdóttir: Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar. JPV útgáfa.

Dómnefnd skipa:
Salvör Aradóttir, leiklistarfræðingur og þýðandi – Formaður
Jón Ólafsson, Prófessor við Háskólann á Bifröst
Þorgerður Einarsdóttir, Prófessor við Háskóla Íslands

Formenn dómnefndanna tveggja munu velja einn verðlaunahafa úr báðum flokkum ásamt forsetaskipuðum formanni lokadómnefndar. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2010 verða afhent um mánaðarmótin janúar-febrúar á komandi ári af Forseta Íslands á Bessastöðum.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál