Fréttir

Upplestur gegn ofbeldi

Fimmtudaginn 9. desember kl. 19 efna Mannréttindaskrifstofa Íslands og Bíó Paradís til upplestrardagskrár í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Dagskráin verður í setustofu Bíó Paradísar við Hverfisgötu og er aðgangur ókeypis.

Auk upplesturs verða myndir og fróðleikur úr bók Þórdísar Elvu Þórarinsdóttur, Á mannamáli, til sýnis.

Dagskrá:

Gerður Kristný les úr ljóðabókinni Blóðhófnir
Halla Gunnarsdóttir les úr bók sinni Slæðusviptingar
Vilborg Davíðsdóttir les úr skáldsögunni Korkusaga
Þórdís Elva Þórarinsdóttir les úr bókinni Á mannamáli

Einnig verður lesið upp úr Hreinsun eftir Sofi Oksanen og Ég er Nojoud - 10 ára fráskilin eftir Delphine Minoui.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál