Fréttir

Bókmenntakynning MFÍK

Laugardaginn 11. desember verður hin árlega bókmenntakynning menningar- og friðarsamtakanna MFÍK haldin í MÍR salnum að Hverfisgötu 105.

Eftirtaldir höfundar lesa úr verkum sínum:

Vilborg Dagbjartsdóttir: Síðdegi
Gunnar Theodór Eggertsson: Köttum til varnar
Guðrún Hannesdóttir: Staðir
Kristín Eiríksdóttir: Doris deyr
Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir: Mörg eru ljónsins eyru
Yrsa Þöll Gylfadóttir: Tregðulögmálið
Kristín Steinsdóttir: Ljósa

Fiðluleikarinn Laufey Sigurðardóttir og gítarleikarinn Páll Eyjólfsson leika tónlist í upphafi dagskrár. Kaffi og meðlæti verður selt á staðnum og rennur ágóðinn af sölunni til Maríusjóðs Aisha, félags til verndar konum og börnum á Gazasvæðinu.

Húsið opnar kl. 13:30 og eru allir velkomnir.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál