Fréttir

Aðventa lesin á þremur stöðum

Skáldsaga Gunnars Gunnarssonar, Aðventa verður lesið upp á að minnsta kosti þremur stöðum sunnudaginn 12. desember, í Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri, Gunnarshúsi í Reykjavík og í Jónshúsi í Kaupmannahöfn.

Aðventa hefur verið lesin upp á Skriðuklaustri á aðventunni síðan 2005 og síðar hafa Gunnarshús og Jónshús bæst í hópinn. Þá hefur sagan verið útvarpssaga á Rás 1 Ríkisútvarpsins síðustu vikuna fyrir jól nú í nokkur ár.

Á Skriðuklaustri les Ragnheiður Steindórsdóttir söguna og hefur hún lesturinn kl. 14. Allir eru velkomnir og geta gestir gætt sér á jólakökum hjá Klausturkaffi.

Rithöfundasamband Íslands stendur fyrir upplestrinum í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8 í Reykjavík og hefur Silja Aðalsteinsdóttir, ritstjóri og fræðikona, lesturinn kl. 13.30.

Í Jónshúsi skiptast nokkrir lesarar á og er Sturla Sigurjónsson sendiherra einn þeirra, en sendiráð Íslands stendur að lestrinum í samvinnu við Jónshús og bókasafn hússins.  Í Jónshúsi hefst lesturinn kl. 15 að staðartíma.

Bókaútgáfan Bjartur endurútgaf Aðventu árið 2007 með formála eftir Jón Kalman Stefánsson, en bókin kom fyrst út á íslensku 1939 í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. Sagan hefur verið þýdd á yfir 20 tungumál.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál