Fréttir

Kvöldvaka á Bókasafni Akraness

Tvær skáldkonur af Skaga kynna nýjar bækur sínar, mánudagskvöldið 13. desember kl. 20. Sigurbjörg Þrastardóttir rithöfundur kynnir ljóðabók sína Brúður og Steinunn Jóhannesdóttir kynnir bók sína Heimanfylgju: skáldsögu um uppvöxt Hallgríms Péturssonar byggða á heimildum um ættfólk hans og samtíð. Áður hefur Steinunn skrifað um lífshlaup eiginkonu Hallgríms í metsölubókinni Reisubók Guðríðar Símonarsdóttur.

Þá munu félagar úr Kammerkór Akraness syngja lög við ljóð Hallgríms undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál