Fréttir

Allt á afturhófunum – upplestrakvöld Nykurs

Með mínum grænu augumSaga eftirlifendaStórkostlegt líf herra Rósar

Föstudaginn 17. desember stendur skálda- og útgáfufélagið Nykur fyrir upplestrardagskrá, þar sem höfundar hneggja og frýsa upp úr þeim verkum sem komu út hjá félaginu í ár. Dagskráin hefst klukkan 20:00 og fer fram á Súfistanum fyrir ofan Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Allir velkomnir.

Ævar Þór Benediktsson, leikari og smásagnahöfundur, les upp úr nýlega útkominni bók sinni Stórkostlegt líf herra Rósar og fleiri sögur af ótrúlega venjulegu fólki. Reynsla Ævars af leikhúsinu leynir sér ekki; margar sögurnar eru einræður sem henta vel til flutnings. Hér gefst því gott tækifæri til að heyra þær í sínu náttúrulega umhverfi, þ.e. beint af vörum höfundarins.
 
Sverrir Norland, ljóð- og söngvaskáld, stundar um þessar mundir mastersnám í ritlist (e. Creative Writing) úti í Lundúnum. Hann gaf undir lok sumars út ljóðabókina Með mínum grænu augum sem hlotið hefur fínar viðtökur. Sverrir les nokkur vel valin ljóð úr bók sinni.
 
Emil Hjörvar Petersen, rithöfundur og ljóðskáld, les brot úr Sögu eftirlifenda – Höður og Baldur, sem er fyrsta bindið í þríleik. Um er að ræða  fantasíutrylli sem segir frá þeim ásum sem lifðu af Ragnarök. Sagan hefur verið nefnd fyrsta íslenska fantasían og jafnframt fengið mjög jákvæða dóma. Sjáið og heyrið höfundinn lesa úr verkinu áður en hann snýr aftur í útlegð sína til að skrifa bók númer tvö í þríleiknum.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál