Fréttir

Saga og sagnfræði hjá Sögufélaginu

SagnfræðiritÁ föstudaginn kemur, þann 17. desember kl. 17 hóar Sögufélag saman nokkrum höfundum sögu og sagnfræðirita til óformlegrar samkomu um nýjustu bækurnar. Hér gefst færi á að taka sagnfræðinga og höfunda nýrra sögulegra rita tali, ræða um sjónarmið þeirra og bakgrunn verkanna, nálgun þeirra og efnistök.

Meðal þeirra sem verða á staðnum:
Anna Agnarsdóttir og Þórir Stephensen, Ferðadagbækur Magnúsar Stephensen 1807–1808.
Guðni Th. Jóhannesson, Gunnar Thoroddsen. Ævisaga.
Sigrún Pálsdóttir, Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar.
Sigurður Gylfi Magnússon, Wasteland with Words. A social history of Iceland
Snorri Freyr Hilmarsson, 101 tækifæri.
Unnur Birna Karlsdóttir, Þar sem fossarnir falla. Viðhorf til náttúru og vatnsaflsvirkjana á Íslandi 1900–2008.
Þorgrímur Gestsson, Mannlíf við Sund. Býlið, byggðin og borgin.
Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir, Mörg eru ljónsins eyru.

Staður og stund:
Sögufélag, Fischersundi 3.
Föstudaginn 17. desember kl. 17–19.
Bækurnar verða á boðstólum á sanngjörnu verði.
Léttar veitingar gegn samskotafé.
Allir félagsmenn, sagnfræðingar og áhugamenn um sögu Íslands eru velkomnir.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál