Fréttir

Yrsa hlýtur Tindabikkjuna 2010

Ég man þigTindabikkjuhafi ársins 2010 er Yrsa Sigurðardóttir og hlýtur hún verðlaunin fyrir skáldsöguna Ég man þig. Það er Glæpafélag Vestfjarða sem að Tindabikkjunni stendur og voru verðlaunin veitt í fyrsta sinn sl. föstudag.

Að launum hlýtur Yrsa viðeigandi verðlaunagrip, sem myndlistakonan Marsibil Kristjánsdóttir hannaði,  bókina Vestfirðir  í máli og myndum eftir Hjálmar R. Bárðarson sem Eymundsson á Ísafirði gefur, auk tveggja kílóa af skötu í soðið.

Yrsa er stödd í Chile þessa dagana og gat því ekki veitt verðlaununum viðtöku við athöfn á barnum Langa Manga á Ísafirði. Vinkona hennar þar í bæ, Halldóra Hreinsdóttir, tóku við þeim fyrir hennar hönd.

Glæpafélaginu þótti vissara að verðlaunaafhendingin sjálf væri í öruggum höndum og fékk Önund Jónsson yfirlögregluþjón á Ísafirði til að afhenda verðlaunin.Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál