Fréttir

Góðum Íslendingum vel tekið í Þýskalandi

Liebe IsländerGóðir Íslendingar eftir Huldar Breiðfjörð kom út hjá þýska forlaginu Aufbau fyrir skemmstu og hefur fengið nokkuð góðar viðtökur. Bókin, sem heitir á þýsku Liebe Isländer, hefur selst vel og stefnir forlagið á þriðju prentun, og hefur auk þess sóst eftir útgáfurétti síðustu bókar Huldars, Færeyskur dansur.

Í byrjun mánaðarins birtist svo í þýska vikuritinu Der Freitag viðtal við og umfjöllun um Huldar. Þar er Liebe Isländer lýst sem nokkurskonar On the Road Íslands, ferðasögu þar sem skáldskapur og veruleiki renna saman svo ekki verður skilið á milli.

Hér má lesa umfjöllunina á vefsíðu Der Freitag.

Og hér má sjá bókina á vefsíðu forlagsins, en þar er meðal annars hægt að lesa fyrstu síður þýðingarinnar. Þar birtist þessi ágæta textaskýring sem við leyfum okkur að birta hér fyrir neðan:

Helstu upplýsingar


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál