Fréttir

Draumurinn um veginn í Kaupmannahöfn

Fyrsti hluti Draumsins um veginn verður sýndur á sérstakri sýningu í Posthus Teatret í miðborg Kaupmannahafnar miðvikudagskvöldið 1. júní kl. 20 til minningar um Thor heitinn Vilhjálmsson (1925-2011).

Þýðandi Thors, Erik Skyum-Nielsen, flytur inngangsorð en eftir sýninguna mun kvikmyndaleikstjórinn Erlendur Sveinsson ræða myndina við áhorfendur og að lokum býður sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn upp á hressingu.

Nánari upplýsingar um myndina og sýninguna má finna á www.posthusteatret.dk og www.islandsklitteratur.dk.

Miðapöntun í síma (+45) 33116611 / posthus@mail.tele.dk.

Frumkvæði og skipulag kvöldsins er í höndum PILK (Projektgruppen Islandsk Litteratur í Købehavn) í samstarfi við Posthus Teatret, Sendiráð Íslands og Icelandair.

Hér fyrir neðan má sjá auglýsingu fyrir viðburðinn á dönsku (smellið til að stækka myndina).

Drommen om vejen (smellið til að stækka myndina)


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál