Fréttir

bokmenntir @reykjavik.is hefur verið óvirkt undanfarið

Vegna tæknilegra vandamála hefur póstur, sem sendur hefur verið á netfangið bokmenntir@reykjavik.is undanfarnar þrjár vikur (!) ekki borist til okkar hér á vefnum. Þetta á einnig við um skilaboð sem send hafa verið á sjálfum vefnum undir liðnum ,,hafa samband". Þetta hefur nú verið lagfært.

Við biðjumst velvirðingar á þessu, og biðjum þau sem sent hafa tölvupóst eða skilaboð á þessu tímabili vinsamlegast um að senda þau aftur, þar sem setningarnar, orðin og stafirnir (og meira að segja bandstrikin, punktarnir, allt!) virðast hafa gufað upp í ljósvakanum.


Til baka



Senda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál