Fréttir

Höfundakvöld í Norræna húsinu

Allt á flotiSænski metsöluhöfundurinn Kajsa Ingemarsson er í heimsókn á Íslandi. Kajsa er gestur á Höfundakvöldi Norræna hússins í kvöld, miðvikudagskvöldið 1. júní. Bækur Kajsu eru geysilega vinsælar í Svíþjóð og víðar en hún er ásamt þeim stöllum Lackberg og Marklund einn vinsælasti kvenrithöfundur Svía um þessar mundir. Fyrsta bók hennar á íslensku, Sítrónur og saffran, kom út í fyrra og vakti verðskuldaða athygli, en hún var mest selda bókin í Svíþjóð árið 2005.

Höfundakvöldið í Norræna húsinu er öllum opið en þar hefst dagskráin  kl. 20, miðvikudagskvöldið 1. júní.
 
Þýðandi Kajsu, Þórdís Gísladóttir, verður spyrill en Silja Aðalsteinsdóttir mun lesa úr nýútkominni bók Kajsu, Allt á floti.

Nánar um Kajsu Ingemarsson:

Kajsa IngemarssonKajsa Ingemarsson fæddist árið 1965 í Svíþjóð. Hún nam rússnesku, pólsku og stjórnmálafræði við Háskólann í Stokkhólmi, vann hjá Öryggislögreglunni í Svíþjóð í deild sem sér um njósnir á árunum 1991-’97 en starfaði síðan í nokkur ár sem dagskrárgerðarmaður og leikkona m.a. við Sveriges Radio, bæði útvarp og sjónvarp

Árið 2002 gaf Kajsa út sína fyrstu skáldsögu, På det fjärde ska det ske. Síðan hafa bæst við fimm skáldsögur, eitt greinasafn, Kajsas värld, og sjálfshjálparbókin Drömliv – lycklig på riktigt. Sögur hennar gerast í samtímanum og fjalla einkum um líf og kjör kvenna. Algengt þema í bókunum er tímamót eða hvörf í lífi söguhetjunnar og ákveðið val – í stóru eða smáu máli – sem ræður miklu um framtíð hennar. Sjálf hefur Kajsa sagt í viðtali að hún vilji benda lesendum sínum á að hvað svo sem gerist sé alltaf hægt að byrja upp á nýtt.

Bækur Kajsu eru geysilega vinsælar í Svíþjóð og víðar. Í Þýskalandi hefur hún vermt efstu sæti metsölulista með hverja bókina af annarri. Fyrsta bók hennar á íslensku, Sítrónur og saffran, er þýðing á Små sitroner gula, þriðju skáldsögu Kajsu og þeirri sem hún sló í gegn með í heimalandinu. Nýjasta bók hennar er Bara vanligt vatten – en hún er nýútkomin á íslensku undir titlinum Allt á floti.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál