Fréttir

Beate Grimsrud á Höfundakvöldi

Beate GrimsrudFimmtudaginn 9. júní kl. 20 verður norski rithöfundurinn Beate Grimsrud gestur á Höfundakvöldi Norræna hússins. Skáldsaga Beate, En dåre fri, var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Kynnir er Tiril Myklebost, sendikennari í norsku við Háskóla Íslands.

Beate fæddist árið 1963 í Bærum í Noregi en fluttist ung að aldri til Svíþjóðar þar sem hún er nú búsett. Bæði Norðmenn og Svíar líta á Beate sem sína og var En dåre fri tilnefnd til Bókmenntaverðlaunanna af báðum löndunum, en Beate skrifaði bókina á báðum tungumálunum. Sagan er sjálfsævisöguleg og fjallar meðal annars um geðhvarfasýki, lesblindu og eiturlyfjafíkn höfundar.

Beate hefur áður verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en það var árið 2000 fyrir bókina Å smyge forbi.

Beate Grimsrud er á Íslandi í boði Norska sendiráðsins og Sænska sendiráðsins. Dagskráin í Norræna húsinu er öllum opin og aðgangur er ókeypis.

Sjá nánar um skáldkonuna á vef Norðurlandaráðs.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál