Fréttir

Drekar og smáfuglar í nýrri kiljuútgáfu

Drekar og smáfuglarLokabindið í þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um Pál blaðamann, Drekar og smáfuglar, er komið út í nýrri kiljuútgáfu, en bókin kom upphaflega út árið 1983. Fyrri bindin tvö, Gangvirkið og Seiður og hélog, voru endurútgefin í einu bindi árið 2008. Veröld gefur út.

Bálkurinn er uppgjör við hernámstímann og eftirstríðsárin á Íslandi, en þær komu út á árunum 1955 - 1983. Ólafur Jóhann (1918 - 1988) hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1976, fyrstur Íslendinga. Fyrra bindi endurútgáfunnar er með formála eftir Þóru Sigríði Ingólfsdóttur.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál