Fréttir

Skapandi skrif fyrir unglinga

Í sumar býðst unglingum á aldrinum 12 - 15 ára að taka þátt í stuttum námskeiðum í skapandi skrifum. Leiðbeinandi er Davíð Stefánsson og gestakennari er Þorvaldur Þorsteinsson. Fyrsta námskeiðið hefst á mánudaginn kemur, þann 13. júní.

Markmið námskeiðsins er að unglingarnir öðlist sjálfstraust og frelsi til að treysta eigin sköpunarkrafti og skilji valdið sem felst í því að skapa.

Þátttakendur hittast þrisvar sinnum á hverju námskeiði, þrjá klukkutíma í senn. Farið verður í fjölbreyttar athyglisæfingar, svo sem að koma auga á hið sérkennilega, að taka eftir fólki, greina stemmningu í umhverfinu og geta miðlað hugsunum sínum á blaði í eigin orðum.

Námskeiðin fara fram í Listhúsinu í Laugardal og skráning og nánari upplýsingar eru hér.

Davíð A. Stefánsson, ljóðskáld og bókmenntafræðingur, er höfundur kennslubókarinnar Tvískinnu, auk þess sem hann vinnur vinnur þessi misserin að námsefni fyrir efsta stig grunnskóla á vegum Námsgagnastofnunar.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál