Fréttir

Sumarlestur í Borgarbókasafni

SumarlesturAllir krakkar geta tekið þátt í sumarlestri í söfnum Borgarbókasafns í sumar. Í hvert skipti sem barnið fær lánaðar bækur, tímarit eða hljóðbækur fær það laufblað sem það skráir á nafn og símanúmer. Blaðið er svo hengt á tré í viðkomandi safni og gildir það sem happdrættismiði í lok sumars. Nöfn nokkurra barna eru þá dregin út í hverju safni og þau fá vinning.

Sumarlesturinn stendur yfir til 31. ágúst.

Söfn Borgarbókasafns eru aðalsafn í Tryggvagötu 15, Ársafn í Hraunbæ 119, Foldasafn í Grafarvogskirkju, Gerðubergssafn í Gerðubergi, Kringlusafn við Listabraut (í tengibyggingu Kringlunnar og Borgarleikhússins) og Sólheimasafn í Sólheimum 27.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál