Fréttir

Spáný Spássía

Spássían, sumar 2011Borgarbókasafnið kemur við tvisvar við sögu í nýjasta hefti Spássíunnar, auk þess sem vísindaskáldskap er gert hátt undir höfði.

Meðal efnis í þessu sumarhefti er umfjöllun um leshringir hjá Borgarbókasafninu, greinar um vísindaskáldskap og viðtöl við tvo erlenda höfunda, umfjöllun um kvikmyndir Johns Carpenters, ritdómar um nýjar bækur, viðtal við danska rithöfundurinn Naju Marie Aidt, höfund Bavíana, og grein Eiríks Arnar Norðdahl um birtingarmyndir Íslands í erlendum samtímaljóðum

Spássían er menningartímarit sem hefur það að markmiði að mæta eftirspurn eftir umræðu um bókmenntir en tímaritið fjallar einnig um aðrar listgreinar. Áhersla er lögð á fjölbreytilegt efni og efnistök.

Tímaritið kemur út ársfjórðungslega. Það er selt í lausasölu á 890 krónur. Penninn sér um dreifingu í helstu bókabúðir en einnig má panta eintök hjá okkur (spassian@astriki.is) og gerast áskrifandi.Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál