Fréttir

Bókmenntagöngur á ensku

BókmenntagangaBorgarbókasafnið stendur fyrir miðborgargöngum á ensku alla fimmtudaga í júlí og ágúst. Markmiðið með göngunum er að kynna íslenskar bókmenntir fyrir ferðamönnum og öðrum útlendingum á lifandi og skemmtilegan hátt og um leið brot úr sögu Reykjavikur.

Leiðsögnina annast Úlfhildur Dagsdóttir og með henni í för er leikarinn Darren Foreman sem flytur texta úr íslenskum bókmenntaverkum í enskum þýðingum, allt frá Íslendingasögum til nýútkominna verka. Þátttakendur fá þannig innsýn í fjölbreytta flóru íslenskra bókmennta, ljóð, smásögur og skáldsögur, ásamt fróðleiksmolum um höfundana og þá staði sem staldrað er við á. Dagskráin er á léttum nótum og hæfir fólki á öllum aldri.

Gangan hefst við aðalsafn Borgarbókasafns í Tryggvagötu 15 kl. 17:00 og tekur um eina og hálfa klukkustund. Ekkert kostar í gönguna og ekki þarf að bóka þátttöku nema um stóra hópa sé að ræða.

Hér má finna upplýsingar um gönguna á ensku.

Við Tjörnina


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál