Fréttir

Ljóðaúrval á þýsku

Þorsteinn frá HamriQueich-Verlag í Þýskalandi hefur gefið út safn ljóða eftir Þorstein frá Hamri í þýðingu Gert Kreutzer, prófessors í norrænum fræðum. Bókin heitir Jarðarteikn – Erdzeichen, og í henni eru 38 valin ljóð á íslensku og þýsku úr sextán ljóðabókum Þorsteins, allt frá hans fyrstu bók, Í svörtum kufli, til þeirrar nýjustu, Hvert orð er atvik.

Þorsteinn var fyrir skömmu á ferð í Þýskalandi á vegum Sögueyjunnar og Queich-Verlag og tók þátt í blaðamannafundi í Frankfurt þann 6. júní þar sem menningardagskrá Sögueyjunnar var kynnt. Þar las hann upp ljóð við góðar undirtektir þýskra blaðamanna. Þann 8. júní, á Degi íslenskrar ljóðlistar (Tag der Isländischen Poesie), las Þorsteinn svo upp ljóð á ljóðadagskrá í Bókmenntahúsinu í Berlín og kynnti Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hann við upphaf dagskrárinnar. 


 
Isländische LyrikÍ tengslum við Dag íslenskrar ljóðlistar fengu gestir bókmenntahússins gefins eintak af nýrri safnbók íslenskrar ljóðlistar á þýsku, Isländische Lyrik, sem Insel Verlag gefur út. Þar er dregin upp mynd af þróun íslenskrar ljóðlistar allt frá árdögum hennar til okkar tíma. Meðal skálda sem eiga ljóð í bókinni eru Steinunn Sigurðardóttir, Halldór Laxness, Andri Snær Magnason, Gyrðir Elíasson, Þorsteinn frá Hamri, Sjón og Eiríkur Örn Norðdahl.

Ritstjórar safnsins eru Silja Aðalsteinsdóttir, Jón Bjarni Atlason og Björn Kozempel.

Sjá um bókina á vef Insel.
 


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál