Fréttir

Kátir eru krakkar

Þórarinn LeifssonBókmenntaganga fyrir alla fjölskylduna fimmtudagskvöldið 14. júlí  kl. 20

Borgarbókasafn stendur fyrir fjölskyldugöngu fimmtudagskvöldið 14. júlí kl. 20. Sigrún Jóna Kristjánsdóttir og Sunna Björk Þórarinsdóttir leiða gönguna, en í henni verða spennandi nýlegar bækur fyrir börn kynntar á söguslóðum sínum víðs vegar í miðbænum. Einnig munu rithöfundarnir  Þórarinn Leifsson og Margrét Örnólfsdóttir hitta göngugesti, Þórarinn á slóðum hinnar kostulegu ömmu Huldar og Margrét á Hótel Holti, þar sem Aþena – ekki höfuðborgin í Grikklandi kemur við á ferðum sínum í samnefndri sögu. Meðal annarra viðkomustaða eru Hólavallagarður, Hljómskálagarðurinn og Reykjavíkurtjörn og verður spjallað um og lesið úr bókum eftir nokkra af okkar vinsælustu höfundum.

Þátttakandur geta svo líka spreytt sig á léttum leik í göngunni sem gengur út á það að koma auga á hvar Valli nokkur er staddur núna. Þrír heppnir krakkar fá síðan bókina um hann í verðlaun, Hvar er Valli núna, en hún kom út fyrir stuttu.

Gangan tekur ríflega klukkustund og eru allir krakkar og fylgdarfólk þeirra velkomin. Lagt verður af stað frá Borgarbókasafni í Grófarhúsi á slaginu kl. 20 og er þátttaka ókeypis. Margrét Örnólfsdóttir

Kvöldgöngur úr Kvosinni er göngudagskrá á vegum Borgarbókasafns, Listasafns, Ljósmyndasafns og Minjasafns Reykjavíkur.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál