Fréttir

Laxness og hinir síðari daga heilögu

Gljúfrasteinn í sól og blíðuVinafélag Gljúfrasteins stendur fyrir fyrirlestri í húsi skáldsins fimmtudagskvöldið 14. júlí. Þar mun Fred E Woods, bandarískur fræðimaður sem sérhæfir sig í sögu Mormónakirkjunnar, fjalla um tengsl Halldórs Laxness og hinna síðari daga heilögu.

Í kynningu um fyrirlesturinn frá Gljúfrasteini segir:
Þó að Halldór hafi lítið hirt um skipulögð trúarbrögð eftir að hann varð afhuga kaþólskunni sem hann aðhylltist sem ungur maður, þá hafði hann á tímabili mikinn áhuga á brottflutningi Íslendinga til Bandaríkjanna til að gerast mormónar. Hann fór sjálfur tvisvar til Utah og skrifaði um þetta málefni skáldsöguna Paradísarheimt.

Fred E. Woods er menntaður í sálfæði og alþjóðasamskiptum, en doktorsritgerðin hans fjallaði um miðausturlensk fræði með áherslu á hebresku biblíuna. Hann skírðist til mormónakirkjunnar tvítugur að aldri og hefur helgað mestan hluta starfsævi sinnar rannsóknum á sögu  hennar. Hann hefur haldið fyrirlestra víðsvegar um Bandaríkin og Ástralíu auk þess sem hann hefur verið gestakennari við Háskóla Íslands.  Hann hefur skrifað nokkrar bækur, þeirra á meðal Eldur á ís, sem fjallar um brottflutning Íslendinga til Utah.

Fyrirlesturinn verður á ensku og hefst klukkan 20.00. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál