Fréttir

Læsi / Literacy

Sýningin Læsi opnar í Nýlistasafninu laugardaginn 16. júlí kl. 17. Þar er teflt saman listaverkum byggðum á samspili texta, forma og rýmis, en sýnd verða verk eftir 18 listamenn sem kanna texta og tungumál í tengslum við myndlist eða brjóta upp bókaformið og nýta það í myndlistarverk. Verkin eru flest í eigu Nýlistasafnsins, en þar er að finna stærsta safn af bóklistaverkum á Íslandi. Nokkur verkanna eru þó fengin að láni frá höfundum þeirra.

Eftirtaldir höfundar eiga verk á sýningunni:

Áslaug Thorlacius, Birgir Andrésson, Dieter Roth, Douwe Jan Bakker, Finnbogi Pétursson, Franz Graf, Friðrik Þór Friðriksson, Hildur Hákonardóttir, G.Erlu, Gunndís Ýr Finnbogadóttir, Hlynur Hallsson, Jan Voss, Kristján Guðmundsson, Níels Hafstein, Ragnhildur Jóhannsdóttir, Rúna Þorkelsdóttir, Rúrí og Steingrímur Eyfjörð.

Sýningarstjóri er Jón B.K. Ransu, en hann hefur á undanförnum árum tyllt sér beggja megin borðs sem myndlistarmaður og skríbent.  Hann skrifaði myndlistargagnrýni fyrir Morgunblaðið á árunum 2002 – 2010 og hefur einnig skrifað um myndlist í fagtímarit, sýningaskrár og bækur.  Ransu hefur áður tekið að sér sýningarstjórn fyrir Nýlistasafnið, en það var árið 2005 vegna sýningarinnar „Tvívíddvídd“. Þá hefur hann einnig komið að gerð sýninga fyrir Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Íslands, Gallerí 100° og Art Radionica Lazareti í Króatíu.

Sjá nánar um sýninguna á vef Nýlistasafnsins


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál