Fréttir

Grettir á þremur tungumálum

Grettir sterkiOrmstunga hefur gefið út bókina Grettir sterki með sextán brotum úr Grettis sögu og jafnmörgum teikningum Halldórs Péturssonar. Bókin er á íslensku, ensku og þýsku. Myndirnar sýna atburði úr lífi Grettis og koma nú fyrst fyrir sjónir almennings á bók. Í ítarlegum inngangi veltir Örnólfur Thorsson fyrir sér byggingu sögunnar og stöðu hennar meðal Íslendingasagna.

Halldór Pétursson (1916–1977) sótti einkatíma í teikningu hjá málurunum Guðmundi Thorsteinsson (Mugg) og Júlíönu Sveinsdóttur.
Að loknu stúdentsprófi árið 1935 hélt hann til Kaupmannahafnar, þar sem hann stundaði myndlistarnám. Árin 1942–45 var hann við framhaldsnám í Bandaríkjunum, í Minneapolis School of Art og Art Students League í New York. Halldór vann jöfnum höndum að grafískri hönnun, teikningum, olíumálverkum og vatnslitamyndum. Teikningar hans við söguna um Gretti sterka eru með síðustu teikningum sem hann vann.


Til baka



Senda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál