Fréttir

Dimmalimm í Bókasafni Kópavogs
Kammerhópurinn Kvísl bíður gestum á leikhústónleika í Bókasafni Kópavogs fimmtudaginn 21. júlí, þar sem sögð verður hin sígilda saga Muggs (Guðmundar Thorsteinssonar), Dimmalimm, við tónlist Atla Heimis Sveinssonar.

Sýningin tekur um 30 mínútur og er því kjörin fyrir alla aldurshópa, stóra sem smáa. Verkið verður flutt tvisvar þennan dag, kl. 11:00 og kl. 14:00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Kammerhópurinn Kvísl er einn af skapandi sumarhópum Kópavogsbæjar sumarið 2011.

Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál