Fréttir

Það er líf í Hrútadal

Málþing um Guðrúnu frá Lundi og önnur skagfirsk sagnaskáld verður haldið í Ketilási í Fljótum laugardaginn 13. ágúst kl. 13.30.

Guðrún Árnadóttir skáldkona kenndi sig ávallt við fæðingarbæ sinn Lund, sem er í Austur Fljótum í svokallaðri Stíflu. Á síðasta ári var haldið málþing um þennan þekktasta Fljótamann og nú á að endurtaka leikinn, en með breyttu sniði þó. Fyrir ári var spurt hvort enn væri líf í Hrútadal og það reyndist svo sannarlega vera. Í ár nefnist málþingið því Það er líf í Hrútadal.

Dagskrá:
- Svandís Svavarsdóttir, menntamálaráðherra setur málþingið
- Baldur Hafstað, prófessor:  Skagfirsk sagnamenning - frá Stephani G. til Haralds Bessasonar
- Hallgrímur Helgason, rithöfundur: Kona fer undir vatn
- Álfdís Þorleifsdóttir, meistaranemi í íslensku: Hjónabandssæla
- Brot úr degi Guðrúnar frá Lundi, leikþáttur eftir Ingibjörgu Hjartardóttur í leikstjórn Jóns Ormars Ormssonar.  Leikendur eru Elsa Jónsdóttir og Bragi Haraldsson
- Landsmót leshópanna.  Til leiks er skráður einn hópur undir stjórn Soffíu Auðar Birgisdóttur bókmenntafræðings og Hrundar Ólafsdóttur leikskálds. Í umræðum er vonast eftir að fleiri leshópar láti ljós sitt skína.

Aðgangseyrir er 1500 krónur fyrir málþing og kaffiveitingar. Síðan verður slegið upp harmonikkuballi um kvöldið þar sem andblær hins liðna fær að njóta sín.  Ballið byrjar kl. 22:00 og stendur til 02:00. 

Sjá nánar á Facebook/ Það er líf í Hrútadal, bókmenntamálþing.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál