Fréttir

Reykjavík bókmenntanna

Við ReykjavíkurtjörnFimmtudagskvöldið 4. ágúst kl. 20 býður Borgarbókasafn Reykjavíkur til kvöldgöngu þar sem Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur rekur slóð bókmennta í miðbænum og bendir á mismunandi birtingarmyndir borgarinnar í skálskap af ýmsum toga og frá ólíkum tímum. Lesarar með henni verða Einar Ólafsson og Sunna Björk Þórarinsdóttir.

Reykjavík er ekki oft getið í bókmenntum fyrr en á síðustu öld, enda ung borg og þótti lengi ekki merkilegur sögustaður. Eftir miðja síðustu öldina snerist dæmið hins vegar næstum alveg við og nú á megnið af íslenskum skáldskap, sérstaklega sagnaskáldskap, sér stað í höfuðborginni.

Gangan er hluti af göngudagskránni Kvöldgöngur úr Kvosinni, sem Borgarbókasafn, Ljósmyndasafn, Minjasafn og Listasafn Reykjavíkur standa fyrir. Lagt verður af stað frá Grófarhúsi í Tryggvagötu og er þátttaka ókeypis.  


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál