Fréttir

Japanskar bókmenntir á Menningarnótt

Japanskar bókmenntir verða meðal efnis á dagskrá Borgarbókasafns á Menningarnótt. Haukur Ingvarsson mun fjalla um og lesa splúnkunýjar þýðingar Kristínar Ingvarsdóttur á örsögum eftir Kawabata og Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur ætlar að spjalla um og lesa úr glæpasögunni Næturvaktin eftir Natsuo Kirina. Kawabata hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1963 en sjálfur sagði hann að sögur sínar ættu að rúmast í lófa, það sem á ensku hefur verið kallað "palm-of-the-hand stories". Kristín þýðir sögurnar beint úr japönsku og verða þýðingarnar frumfluttar á dagskránni, en það er nær óþekkt að japanskar bókmenntir séu þýddar beint úr frummálinu hér á landi.

Dagskrá Borgarbókasafns:

GAKKTU Í HEIMSBÆINN
Menningarnótt í aðalsafni Borgarbókasafns, 20. ágúst 2011. Safnið er opið frá kl. 13 - 22

13:00 – 22:00
LJÓSMYNDASÝNING TIL LÍTILS DRENGS
Pólska listakonan Karolina Boguslawska sýnir ljósmyndir, sem hún tók á leikfangamyndavél fimm ára gamals sonar síns á ferðalagi með honum. Vélin er Lomography vél, en þær eru með linsu sem kennd er við fiskaaugu og bjagar hún myndina á skemmtilegan hátt. Myndirnar tileinkar Karolina syninum en þær lýsa upplifun barnsins á leyndardómum og fegurð.

13:00 - 22:00
44 BANDARÍSK AUGNABLIK
Ungur Íslendingur, Svavar Jónatansson, kveður heimahagana og ferðast til Bandaríkjanna sumarið 2004. Gömul filmumyndavél fangar augnablikin, fólkið og upplifanir hans. Klifrarar í Klettafjöllum, frumbyggjar á verndarsvæðum, flækingar og fótleysingar birtast á ljósmyndum sem fjölbreytt bandarísk augnablik. Myndunum fylgja textar Svavars.

14:00 – 22:00
KVIKMYNDIR FRÁ JAPAN
Sýndar verða stuttar kvikmyndir um Japan og japanska menningu í Kamesinu á 5. hæð.

14:00 – 18:00
JAPANSKA TEHORNIÐ
Etsuko Satake sýnir gestum hvernig japönsk teathöfn fer fram, leiðbeinir og leyfir fólki að smakka.

14:00 – 14:30
JAPÖNSK MYNDLETURSSMIÐJA
Yoko Thordarson kynnir japanskt tungumál og mismunandi tegundir myndleturs – Hiragana, Katakana og Kanji. Þátttakendum gefst kostur á að læra að skrifa eigið nafn og/eða uppáhaldsorð með myndletri. Takmarkaður fjöldi í hverjum hópi svo fólk er hvatt til að mæta tímanlega.

15:00 – 15:30
BÓKMENNTABROT FRÁ JAPAN
Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur spjallar við gesti um japönsku skáldsöguna Næturvaktina eftir Natsuo Kirino og les stuttlega úr henni. Næturvaktin er skrifuð í anda glæpasagna og vakti hún mikla athygli þegar hún kom út hér á landi í þýðingu Jóns Halls Stefánssonar árið 2005.

15:00 - 15:30
JAPÖNSK MYNDLETURSSMIÐJA
Yoko Thordarson kynnir japanskt tungumál og mismunandi tegundir myndleturs – Hiragana, Katakana og Kanji. Þátttakendum gefst kostur á að læra að skrifa eigið nafn og/eða uppáhaldsorð með myndletri. Takmarkaður fjöldi í hverjum hópi svo fólk er hvatt til að mæta tímanlega.

16:00 – 20:00
ARCK – ORIGAMI GJÖRNINGUR
Björn Finnsson og Jón Víðis Jakobsson frá Origami Ísland setja saman verk hollenska origamimeistarans Maartens van Gelder. Verkið heitir Arck og samanstendur af u.þ.b. 630 hlutum sem Björn hefur brotið úr A4 pappír, en samsett er það um 2 metrar á hæð. Samsetningin hefst kl. 16 og tekur nokkra klukkutíma og geta gestir fylgst með ferlinu. Verkið mun síðan standa uppi út ágústmánuð.

16:00 – 16:30
BÓKMENNTABROT FRÁ JAPAN
Haukur Ingvarsson bókmenntafræðingur kynnir skáldskap Yasunari Kawabata, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1968. Kristín Ingvarsdóttir hefur þýtt nokkrar af örsögum Kawabatis beint úr japönsku fyrir þetta tækifæri, en það er afar sjaldgæft að japanskar bókmenntir séu þýddar beint úr frummálinu á íslensku. Þessi merkilegu verk verða frumflutt á dagskránni á Menningarnótt, en Kawabati talaði um að sögur sínar ættu að rúmast í lófa, það sem á ensku hefur verið kallað „palm of the hand stories.”

16:00 – 16:30
JAPÖNSK MYNDLETURSSMIÐJA
Yoko Thordarson kynnir japanskt tungumál og mismunandi tegundir myndleturs – Hiragana, Katakana og Kanji. Þátttakendum gefst kostur á að læra að skrifa eigið nafn og/eða uppáhaldsorð með myndletri. Takmarkaður fjöldi í hverjum hópi svo fólk er hvatt til að mæta tímanlega.

17:30 – 18:00
JAPAN MEÐ ÍSLENSKUM AUGUM
Íslendingar sem hafa búið í Japan og stundað þar nám kynna japanska menningu og styðjast við sögur úr eigin reynsluheimi. Sagt verður frá í máli og myndum.

20:00 – 21:00
FRANSKIR HARMÓNIKUTÓNAR
Jóna Einarsdóttir leikur franska kaffihúsatónlist á harmóniku, svo sem La Seine, Les Feuilles Mortes, C’ést Si Bon, A Paris, Milord, La Mer, Pigalle og La Vie en Rose. Upplagt að setjast niður og líta í blöð og bækur eða föndra við klippiljóðaborð safnsins á meðan hlustað er á suðræna tóna.

Dagskráin um Japan er unnin í samstarfi við sendiráð Japans á Íslandi og Félag japanskmenntaðra á Íslandi.


Í Hallargarðinum
14:00 - 14:30 og 15:00 - 15:30
BARN ERT ÞÚ Í HJARTA
Sögubíllinn Æringi verður í Hallargarðinum og þar segir Sóla sögukona sögu byggða á þjóðsögunni „Sálin hans Jóns míns“, leikritinu um Gullna hliðið og kvæðinu eftir Davíð Stefánsson. Þegar Jón deyr treystir konan hans því ekki að sál hans fari til himna. Hún tekur því til sinna ráða.

Kíktu á heildardagskrá Menningarnætur

!Merki Menningarnætur 2011


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál