Fréttir

Milli trjánna á dönsku

Milli trjánna, smásagnasafn Gyrðis Elíassonar, er komið út í Danmörku hjá forlaginu Torgard. Gyrðir hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina í ár og verða verðlaunin afhent í Kaupmannahöfn í nóvember. Eric Skyum-Nielsen þýddi safnið á dönsku en það ber titilinn Mellem træerne.

Fjallað hefur verið um verkið í dönskum blöðum  og fær það góðar viðtökur. Jorgen Johansen hjá Berlingske gefur því til að mynda fullt hús, 6 stjörnur og kallar hann stíl Gyrðis magískan mínimalisma. Umfjöllun hans má lesa hér.

Samkvæmt útgefanda Gyrðis hér á landi, Uppheimum, vakti það athygli í dönskum fjölmiðlum þegar í ljós kom að Gyrðir valdi þetta litla forlag, Torgard, en margir stærri útgefendur sýndu verkinu áhuga.

Gyrðir verður gestur á bókmenntahátíð Louisiana-safnsins í Danmörku í byrjun september ásamt mörgum fleiri þekktum höfundum.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál