Fréttir

OrðUm Reykjavík

Reykjavík er full af orðum og sögum fólksins sem í henni býr. Bókmenntaborgin Reykjavík vill fanga þessi orð með því að safna sögum borgarbúa á vef: minningum, stemningum, ljóðum eða hugleiðingum  – einu orði eða mörgum. Engin saga er ómerkileg, við viljum heyra allt!

Laugardaginn 10. september kl. 13:30 gefa borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, og reykvískir rithöfundar tóninn með því að kríta fyrstu orðin á stéttar borgarinnar við söfn Borgarbókasafns Reykjavíkur. Börnum og fullorðnum er síðan boðið að taka þátt í frírri ritsmiðju í beinu framhaldi af því undir handleiðslu rithöfundanna.

Allir eru velkomnir og ekki þarf að skrá þátttöku.

Borgarbókasafn Reykjavíkur:

Gerðubergssafn: Borgarstjóri, Jón Gnarr, og Kristín Helga Gunnarsdóttir
Aðalsafn: Þórarinn Leifsson
Ársafn: Andri Snær Magnason
Foldasafn: Kristjana Friðbjörnsdóttir
Kringlusafn: Þorgrímur Þráinsson.

Hér getur þú sent inn orð og myndir.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál