Fréttir

Hún er að fara á ball...

Laugardagskvöldið 10. september kl. 20 verður farið í bókmenntagöngu þar sem því verður fagnað að Reykjavík er orðin Bókmenntaborg UNESCO. Gengið verður frá Grófarhúsi, um Grjótaþorp, Kvosina og Þingholtin og endað á Bókaballi Bókmenntahátíðar í Iðnó.

Úlfhildur Dagsdóttir leiðir gönguna og rithöfundarnir Bragi Ólafsson, Sjón, Þórunn Valdimarsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Hallgrímur Helgason, Þórarinn Eldjárn og Vilborg Dagbjartsdóttir lesa upp úr verkum sínum á viðeigandi söguslóðum. Í lok göngu flytur Bjartmar Guðlaugsson eigin texta og lag áður en áhugasamir bókmenntaborgarar skella sér í dansinn í Iðnó.

Ekkert kostar í gönguna og allir eru velkomnir. Þeir sem ætla að á Bókaballið borga 1.500 krónur við innganginn – og taka með sér dansskóna í poka!

Lagt af stað frá Borgarbókasafni, Tryggvagötu 15.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál